
Fréttir
Gott upplýsingaflæði er grunnur að samstarfi milli heimilis og skóla og við leggjum okkar fram við að halda foreldrum vel upplýstum.
Hér er hægt að nálgast nýjustu fréttir um starfið hjá okkur hér á Áshömrum.
Til viðbótar eru leikskólaráðgjafarnir að senda foreldrum reglulega fréttamólur og frásagnir vegna daglegs starfs og framþróunar með börnunum.
Leikskólastigin okkar
Starfshættir leikskólans byggja á heildstæðri nálgun. Megináhersla er lögð á útikennslu, sköpun, vellíðan barna og samvinnu. Með þessar áherslur að leiðarljósi stefnum við að því að skapa námsvænt umhverfi þar sem börn fá að þroskast á fjölbreyttan og heilbrigðan hátt.
Hjá Framtíðarfólki vinnum við með svæðisskipulag þar sem börnum er útvegað allt sem þarf til að styðja við þroska þeirra, vöxt og framfarir miðað við aldur.
Unnið er samkvæmt viðmiðum á þroskalistum sem auðvelda starfsfólki að fylgjast með og skrá framfarir barna.
Starfsfólk
Fagmennska, sveigjanleiki, traust og samvinna eru gildin okkar í kennslu og mannauðsmálum. Við hjá Framtíðarfólki höfum ákveðið að fylgja nálgun um sameiginlega ábyrgð. Starfsfólk sem vinnur „á gólfinu“ með börnum fær skýrar leiðbeiningar um hvað og hvernig það vinnur með börnunum. Við gerum ráð fyrir því að í slíku umhverfi upplifi starfsfólk okkar traust og svigrúm til að sýna frumkvæði og njóta þess að starfa með börnum og fólki sem brennur fyrir leikskólastarfi.
Blogg
Hér höfum við tekið saman ráðleggingar og upplýsingar sem geta stutt við þroska og framfarir barna. Bloggið okkar býður upp á fræðslu og hagnýta sérfræðiráðgjöf um þroska barna og aðferðir leikskólastarfi. Efnið fjallar m.a. um hvernig megi hlúa að sköpunargáfu barna og byggja upp nauðsynlega færni. Þannig veitum við innblástur sem styður foreldra til að nýta hverja stund í uppeldisferðalagi barna. Við trúum því að hagnýt þekking geti stutt foreldra í hlutverki þeirra sem uppalendur.

